Fréttir
Dagur íslenskrar tungu - Völuspá í 5. bekk
Nemendur í 5. bekk unnu verkefni um Völuspá. Þau byrjuðu á því að lesa Gylfaginningu og urðu miklar umræður um goðin og sérkenni þeirra. Nemendur tóku 60 erindi Völuspár, skiptu þeim á milli sín og unnu í söguform. Sýning á verkunum er á gangi Mýrarhúsaskóla í tilefni dags íslenskrar tungu, 16. nóvember 2009.
Hér eru nokkrar myndir úr 5. bekk þar sem allir eru að vinna að Völuspá.