Skólinn
Fréttir
Dagur ísl. tungu 2009

Dagur íslenskrar tungu í Mýró og Való

16.11.2009 Fréttir

Dagur íslenskrar tungu var að venju haldinn hátíðlegur með ýmsu móti. Í ár var þema dagsinsí Mýró   íslensk ljóð. Allir bekkir á yngsta og miðstigi komu saman á sal, þar sem byrjað var á því að syngja saman Kvæðið um fuglana eftir Davíð Stefánsson.
Síðan flutti hver bekkjardeild ljóð að eigin vali. Ljóðin voru lesin, sungin, röppuð eða flutt með myndasýningu. 
Á morgun fer stór hópur 5. og 6. bekkinga í heimsóknir á leikskólana og lesa þar fyrir börnin.
Hér eru myndir frá hátíðarhöldunum í Mýrarhúsaskóla

 

Í tilefni dags íslenskrar tungu, 16. nóvember, söfnuðust nemendur Valhúsaskóla saman í Miðgarði og hlýddu á flutning Björgvins Halldórssonar á ljóði Jónasar Hallgrímssonar, Ég bið að heilsa.

 

Það er mikilvægt fyrir nemendur að skoða tungumálið frá mismunandi sjónarhornum. 

Ákveðið var að beina sjónum nemenda að íslenskri kvikmyndagerð.  Nemendum var skipt upp eftir árgöngum og boðið að sjá íslenskar kvikmyndir, teknar í íslensku umhverfi.

Eftirfarandi myndir voru sýndar: 

                                                   7. bekkur -  Dugguholufólkið

                                                       8. bekkur -  Djöflaeyjan

                                                       9. bekkur – Köld slóð

                                                      10. bekkur – Englar Alheimsins

 

Á næstu dögum verður Stóra upplestrarkeppnin kynnt fyrir nemendum í 7. bekk og formlega ýtt úr vör.

Dagur ísl. tungu Való 09 Dagur ísl. tungu Való 09