1. desember - skreytingadagur í skólanum
Hóparnir fóru á sex stöðvar þar sem unnin
voru fjölbreytt verkefni. Jólalögin voru sungin og búin til snjókorn,
jólakort, músastigar, piparkökukarlar og farið í leiki í íþróttahúsinu.
Hópstjórar voru valdir úr 4. – 6. bekkjum sem hjálpuðu yngri börnunum að
föndra og gættu þess að þeir kæmust á milli stöðva.
Á unglingastigi unnu umsjónarkennarar með sínum bekkjum og skreyttu stofurnar. Hugmyndaflug
nemenda fékk að njóta sína og margt fallegt föndrað, m.a. helgimyndir,
músastigar, skrautkeðjur, jólasokkar (gamlir sokkar endurnýttir),
jólasveinar og stjörnur. Í anda umhverfisstefnu skólans var mest allt
föndurefnið auglýsingabæklingar og endurnýtanlegt efni. Í nestistímanum
var öllum boðið upp á kakó og piparkökur.