Samsöngur og handavinna í Mýró
Það var fjör í samsöng í dag hjá 1. og 3. bekkingum sem sungu jólalögin af miklum móð undir stjórn Ingu tónmenntakennara.
Krakkarnir sungu á táknmáli og sýndu það og sönnuðu að það vefst ekki fyrir þeim þegar kemur að hefðbundnu jólalögunum sem við syngjum á jólaskemmtuninni þann 18. desember.
Handavinna
6. bekkingar voru önnum kafnir við úrtöku á húfunum sínum eða að sauma stafina sína á íþróttapoka. Verkefnin eru þannig að nemendur ráða útfærslu þeirra, þannig að sköpunarhæfileikar þeirra fá að njóta sín.
5. bekkingar sauma sér bangsa og hanna fötin sem þau velja klæða hann í. Sumir sauma flíspeysu eða jólaföt en aðrir prjóna buxur, pils og skó. Aðalatriðið er að láta hugmyndaflugið og smekk ráða. Bangsinn fær fæðingarvottorð með sér úr handavinnustofunni og þau gefa honum/henni nafn. Þá er hann útbúinn með sængurföt og rúmið er smíðað í smíðinni. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með áhuganum og sköpunargleðinni sem ríkir í list- og verkgreinum.