Skólinn
Fréttir
Leiklist-nóv.09

Grunnskóli Seltjarnarness hefur sótt formlega um að fá Grænfánann

5.1.2010 Fréttir

Nemendur og starfsfólk hefur unnið að því að laga ýmislegt sem betur hefur
mátt fara í umhverfismálum skólans síðasta eina og hálfa árið.

 Margt hefur áunnist í þeirri vinnu og nú kominn tími til þess að sækjast eftir
viðurkenningu fyrir það starf. Umsókn skólans er hjá Landvernd, sem hefur
umsjón með Grænfánaverkefninu. Við vonum að skólinn fái náð fyrir augum
þeirra og geti flaggað grænum fána sem fyrst.
      Eitt af mörgum skrefum skólans í átt að Grænfána var að búa til
umhverfissáttmála. Sáttmálinn var unnin á lýðræðislegan hátt, með þátttöku
nemenda og starfsfólks. Sáttmálann má sjá hér. Skýrslu og fundargerðir
umhverfisnefndar skólans er hægt að nálgast á heimasíðu skólans undir
skólinn-starfsáætlun-ýmis verkefni.

Hér er Umhverfissáttmáli skólans

Grænn dagur í Való 10. nóv. 2009
 Grænn dagur í Való 10. nóv. 2009