Skólinn
Fréttir
Þrettándabrenna

Þrettándabrenna 6. janúar 2010 kl. 17:00

5.1.2010 Fréttir

Hin árlega þrettándabrenna Grunnskóla Seltjarnarness verður miðvikudaginn 6. janúar.  Dagskráin hefst hjá Mýrarhúsaskóla kl. 17.
 Þar mun Skólalúðrasveitin spila nokkur lög, síðan verður ganga með álfakóngi og drottningu upp á Valhúsahæð til að kveikja í brennunni.  Þar verður sungið og dansað með álfakóngi, drottningu og púkum.  

Endilega að koma með krakkana í búningum og eigum skemmtilega stund saman.  

Tillaga að tröllabúningi:  Kaupa striga t.d. í Byko eða Blómavali, ca 2 metra.  Klippa eftir lengdinni fyrir belti.  Gera gat fyrir höfuð.  Mála krakkana í framan t.d. með rauðar kinnar og freknur.
Einnig er hægt að gera púka með því að nota svarta ruslapoka og belti.  Þeir sem eiga búninga endilega að koma í þeim á brennuna.

Vinsamleg tilmæli til foreldra að börnin mæti ekki með flugelda á brennuna.  

Foreldrafélagið.