
Myndir á skólapeysur
Í dag voru birt úrslit í samkeppni um myndefni á skólapeysur fyrir krakka í Mýró. Milli 30 og 40 tillögur bárust og voru sumar þeirra svo vel unnar að erfitt var að velja. Nemendaráðið valdi nokkrar sem komust í úrslit og síðan verðlaunatillöguna út frá því.
Þeir sem komust í úrslit voru:
Birkir í 5. B, Markús í 5. B, Hanna Rakel og Ragnheiður Fjóla í 6. C, Stefanía í 6. A, Sunna Liv í 6. B og Thelma í 6. B. Að lokum voru myndir þeirra Hönnu Rakelar og Ragnheiðar Fjólu og Stefaníu valdar til að setja á peysurnar.
Á myndinni er nemendaráðið og verðlaunahafarnir með tillögur sínar. Á myndina vantar Birki í 5. B.