Skólinn
Fréttir
Kóratónleikar 15.11. 2009

Börn af Seltjarnarnesi færa Barnaspítala Hringsins peningagjöf

2.2.2010 Fréttir

Miðvikudaginn 27. janúar s.l. færðu börn frá Seltjarnarnesi  Barnaspítala Hringsins peningagjöf sem þau söfnuðu með tónleikum í nóvember sl.

Um er að ræða Barnakór Mýrarhúsaskóla og Seltjarnarneskirkju annars vegar og hins vegar sönghóp stúlkna í
10. bekk Valhúsaskóla.
Kórarnir héldu tónleika saman 15. nóvember s.l. í Félagsheimili Seltjarnarness. Flutt var fjölbreytt söngdagskrá og seldar vöfflur og kakó. Ákveðið var að öll innkoman færi til Barnaspítala Hringsins og voru það krakkarnir sjálfir sem ákváðu það. Salurinn var fullur af fólki og almenn ánægja með framtakið.
Stjórnandi kóranna er Inga Björg Stefánsdóttir, tónmenntakennari Mýrarhúsaskóla og undirleikari Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju.
Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á tónleikunum og við afhendingu peninganna.
 
Kóratónleikar 15.11. 2009Kóratónleikar 15.11. 2009
Kóratónleikar 15.11. 2009 Kóratónleikar 15.11. 2009-afhending peninga
Kóratónleikar 15.11. 2009