Skólinn
Fréttir
Valhýsingar í janúar 2010

Való-Hagó dagurinn, fimmtudaginn 4.febrúar

3.2.2010 Fréttir

Fimmtudaginn 4. febrúar munu Valhýsingar keppa við Hagaskóla í hinum ýmsu
keppnisgreinum. Unglingarnir skipulögðu viðburðinn í samvinnu við nemendur
úr Hagaskóla og eiga mikið hrós skilið.

Það kostar 600 krónur inn á ballið en 650 kr. með glow stick.  Allir nemendur skólans taka þátt í dagskránni í
Íþróttahúsi Seltjarnarness en dagskráin í Hagaskóla og  í Íþróttahúsi Hagaskóla er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk.

Dagskráin er svohljóðandi:

11:50:   Skrúðganga fer frá Való
12:00 -  Íþróttarmótið hefst úti í íþróttarhúsi Gróttu.
12.20 - Þrautabraut.
12.50 - Körfubolti.
13.30 - Reipitog.
13.45 - Handbolti.
14.25 - Kappát.
14.45 - Dagskrá lýkur íþróttarhúsi Gróttu.

HAGASKÓLI:
17.30 - Hagaskóli opnar.
17.45 - Ræðukeppni Való - Hagó byrjar.
18. 45 - Fyrra hlé = pítsur.
19.00 - Ræðukeppni heldur áfram.
19: 40 - Seinna hlé = Guitar Hero keppni og pítsur.
19:50 - Úrslit ræðukeppninnar!

ÍÞRÓTTAHÚS HAGASKÓLA:
20:00 - Ball í íþróttasal Hagaskóla hefst. DJ Einar þeytir skífum.
23:00 - Ball í íþróttasal Hagaskóla lýkur.

Rúta fer síðan heim af ballinu frá Hagaskóla upp í Valhúsarskóla og er
frítt fyrir alla í hana.

Fjórir  starfsmenn  úr Selinu fara með á ballið um kvöldið, auk þeirra verða
starfsmenn frá Hagaskóla á ballinu.