Hagó-Való dagurinn! -myndir og úrslit
Fimmtudaginn 4. febrúar var Hagó-Való dagurinn svokallaður haldinn hátíðlegur. Hefðbundin kennsla féll niður frá kl. 12:00, en þá lagði skrúðganga af stað frá báðum skólunum að íþróttahúsi Seltjarnarness.
Þar var keppt í hraðabraut, handbolta, körfubolta, reiptogi og kappáti. Um kvöldið var keppt um gítar hetju (guitar-hero) skólanna og í ræðumennsku. Að því loknu var slegið upp balli í íþróttahúsi Hagaskóla. Valhúsaskóli sigraði keppnina að þessu sinni en umfram allt var dagurinn vel heppnaður og hin besta skemmtun. Allt fór vel fram og mikilvægt að hrista saman ungmenni úr vesturbænum.
Úrslit:
Eva Katrín og Sæmundur unnu hraðabrautina fyrir Való
Handknattleikslið Való vann handboltaleikinn
Körfuknattleikslið Hagaskóla vann körfuboltaleikinn
Hagaskóli vann reiptogið
Steinn Arnar og Árni Beinteinn unnu kappátið fyrir Való
Gítar hetjan kom frá Hagaskóla
Ræðulið Valhúsaskóla vann góðan sigur í ræðukeppninni