Skipulag öskudags í Mýró
Hér fyrir neðan er skipulag öskudags á yngsta og miðstigi:
Yngsta stig
8:10 Nemendur mæta í umsjónarstofur.
8:40-10:00 Skemmtun á sal skólans fyrir 1.-3. bekki.
Jóhann Örn stjórnar dansi, skemmtiatriði og kötturinn sleginn úr tunnunni (úti á skólalóð).
10:00-10:20 Frímínútur fyrir 1.-3. bekki.
10:20-11:40 Nesti og tími sem kennarar sjá um að skipuleggja með bekkjunum sínum 10:30-11:30 Sælgætisálfar verða við stofur 204, 205 og 206. Þá geta nemendur í 1.-3. bekkjum komið og flutt skemmtiefni og fengið sælgæti að launum (bland í poka!).
11:40-12:00 Léttur hádegisverður í stofum.
Miðstig
8:10 Nemendur mæta í umsjónarstofur.
8:10-10:15 Tími sem kennarar sjá um að skipuleggja með bekkjunum sínum.
9:00-10:00 Sælgætisálfar verða við stofur 201, 203 og 204. Þá geta nemendur í 4.-6. bekkjum komið og flutt skemmtiefni og fengið sælgæti að launum (bland í poka).
10:15-11:35 Skemmtun á sal skólans fyrir 4.-6. bekki.
Nemendur byrja úti þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni. Eftir það er farið inn þar sem Jóhann Örn stjórnar dansi.
11:40-12:00 Léttur hádegisverður í matsal.
.