Skólinn
Fréttir
Való-Hagó-dagur 2010

Skólahreysti

23.2.2010 Fréttir

Næstkomandi fimmtudag mun Valhúsaskóli taka þátt í keppninni Skólahreysti en keppnin fer fram í íþróttahúsinu Austurbergi.  Boðið verður upp á rútuferð frá Valhúsaskóla kl. 18:20 og heim aftur að keppni lokinni.  Mikilvægt er að þeir sem fara með rútunni skili sér í rútuna strax að keppni lokinni eða láti kennara vita ef breyting verður á áætlun þeirra.

 Þeir sem hafa hugsað sér að hvetja samnemendur sína til dáða en hafa ekki látið vita af þátttöku sinni eru beðnir um að láta umsjónarkennara sinn vita á morgun svo hægt verði að panta hæfilega stóra rútu.  
Þeir sem keppa fyrir hönd Valhúsaskóla í hraðaþraut eru Gunnar Guðmundsson í 9BÁ og Eva Katrín Friðgeirsdóttir í 10HB.  Til vara verða Vilhjálmur Geir Hauksson 10BDM og Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir 10HB.
Þeir sem keppa í styrktarþraut eru Árni Beinteinn Árnason 10ÞHM og Ólöf Björk Ingólfsdóttir 10BDM.  Tl vara verða Arnar Steinn Þorsteinsson 9BÁ og Ingunn Ósk Erlendsdóttir 10BDM.
Við óskum keppendum  góðs gengis og þeim sem fylgja með til að  hvetja sitt lið óskum við einnig góðrar skemmtunar.
Bestu kveðjur, Skólastjórnendur