Skólinn
Fréttir
Upplestarkeppnin 2010

Stóra upplestrarkeppnin

23.2.2010 Fréttir

 

Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 23. febrúar.

 

Átta nemendur í 7. bekk  lásu upp og stóðu sig allir með prýði.  Þeir fengu bókina Hetjur eftir Kristínu Steinsdóttur að gjöf frá skólanum fyrir þátttökuna.

Þrír nemendur voru valdir til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.  

Þeir eru:  Anna Antonsdóttir 7EL,  Jón Sigurðsson Nordal 7SJ og  Matthildur María Rafnsdóttir 7SJ.  Auk þess var Emilíana Birta Hjartardóttir 7EL valin sem varamaður.  Við óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni og öllum nemendum sem tóku þátt til hamingju með frammistöðuna.

Lokahátíðin fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness  23. mars n.k.

Upplestrarkeppni Való 23.febr. 2010

Upplestrarkeppni Való 23.febr. 2010

Upplestrarkeppni Való 23.febr. 2010