Skólinn
Fréttir
Fyrstu skólapeysurnar afhentar

Skólapeysur í Mýró

8.3.2010 Fréttir

Fyrsta sending af skólapeysunum var afhent í dag. Því miður voru ekki til nægar birgðir í landinu til að afgreiða alla pöntunina í einu, en von er á næstu sendingu eftir viku. 

Krakkarnir í nemendaráðinu og þær Hanna Rakel og Ragnheiður Fjóla, sem eiga myndina aftan á peysunni, voru mjög spennt þegar þau tóku við sendingunni, flokkuðu og afhentu peysurnar í hverri bekkjardeild.

Berglind María Pétursdóttir í 5. A tók við fyrstu peysunni en hún kom þessari hugmynd á framfæri við nemendaráðið.

 

Fyrstu skólapeysurnar afhentar