Skólinn
Fréttir
Saft spurningakeppni

SAFT-netspurningakeppni

11.3.2010 Fréttir

SAFT efnir til netspurningakeppni, í samstarfi við Evrópusambandið, ætluð nemendum á aldrinum 9 til 15 ára.

Hægt er að taka þátt sem einstaklingur eða bekkur. Samkeppnin fer fram hér: www.sid2010quiz.org. Einhverjir áttu í vandræðum með að komast í þrautina en nú er búið að lagfæra hana og ætti allt að virka. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að hafa hlotist af þessu.

Spurningasamkeppnin er opin til 31. mars 2010. Vinningshafar fá að launum verðlaunagrip sem afhentur verður við sérstaka athöfn næstkomandi sumar á ótilgreindum stað í Evrópu: Evrópusambandið mun greiða fyrir allan ferðakostnað og uppihald.

Bestu kveðjur,

 Heimili og skóli