Skólinn
Fréttir
Stærðfræðiverðlaun

Glæsilegur árangur Valhúsaskóla í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda 2010

24.3.2010 Fréttir

Nemendur Valhúsaskóla náðu glæsilegum árangri í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda enn eitt árið

 

. Sölvi Rögnvaldsson sigraði 10. bekkjarkeppnina ásamt Gunnari Arthúri Helgasyni úr Hagaskóla en þeir voru hnífjafnir með 97 stig af 100 mögulegum. Kjartan Másson náði 5. sætinu. Guðlaugur Vignir Stefánsson náði 6. sæti í sínum árgangi.  Til hamingju strákar, stórglæsilegt hjá ykkur.

Stærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 9. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og 289 nemendur tóku þátt í keppninni þar af 86 frá Valhúsaskóla. Nemendur í 10 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og þrír efstu á hverju stigi fengu peningaverðlaun.

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á  Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 21. mars. Hún var afar vel sótt en rúmlega 110 gestir mættu.
Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar sá um tónlistarflutning. Rektor bauð gesti velkomna og sagði lítið eitt frá sögu skólans og skólastarfinu.
Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur er nú haldin í níunda skipti í Menntaskólanum í Reykjavík og að þessu sinni tóku þátt nemendur úr Austurbæjarskóla, Árbæjarskóla, Foldaskóla, Hagaskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Húsaskóla, Langholtsskóla, Landakotsskóla, Lágafellsskóla, Norðlingaskóla, Varmárskóla, Vogaskóla og Valhúsaskóla. Það var slegið þátttökumet í keppninni og aldrei áður hafa þeir komið frá jafnmörgum skólum.

Stærðfræðiverðlaun