Fréttir
Styrktarsýning
Unglingaleikhópur úr 8., 9., og 10.bekk úr Valhúsaskóla og frá félagsmiðstöðinni Selið ætla að vera með styrktarsýningu á söngleiknum “Þvert yfir alheiminn – allt fyrir ástina” sem er byggður á lögum Bítlana.
Sýningin verður föstudaginn 26.mars í félagsheimilinu kl. 18.15. Húsið opnar kl. 18.00. Verð á styrktarsýninguna er 1000 krónur og rennur ágóðinn óskiptur til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands.
Hvetjum við alla til þess að mæta og horfa á unglingana okkar sýna hvað í þeim býr.
Góða skemmtun.
Kær kveðja, unglingarnir á Nesinu