Skólinn
Fréttir
Umferðarátak

Göngum í skólann á yngsta og miðstigi

8.4.2010 Fréttir

Nú er orðið bjart á morgnana og vonandi fer að vora. Því viljum við hvetja ykkur til þess að leyfa börnunum að ganga eða hjóla í skólann (annað hvort ein eða í fylgd með fullorðnum).

 

Það er mikilvægt að brýna fyrir börnunum að vera alltaf með hjálm, hvort sem þau eru á hjóli, hlaupahjóli, hlaupabretti eða línuskautum. Góðar upplýsingar um öryggismál eru á heimasíðu Forvarnarhússins http://www.forvarnahusid.is/ á undirsíðunum Örugg í skólann og frítími. 

Með því að minnka bílaumferð aukum við öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Nauðsynlegt er að aðstoða börnin við að velja öruggustu leiðina. (Þess má geta að gangbrautarvörður er alltaf við gamla Mýrarhúsaskóla.

Á morgun förum við af stað með Göngum í skólann  átak eins og sl. haust, þar sem keppt verður um Gullskóinn. Tímabilið verður fimmtudagurinn 8. apríl til og með miðvikudagsins 21. apríl. Með þessu viljum við hvetja til aukinnar hreyfingar og auka færni barnanna til að ganga eða hjóla í skólann. Jafnframt verða kennarar með fræðslu um umferðaröryggi. Félagar í Slysavarnarfélaginu Vörðunni koma, eins og  undanfarin vor,  í heimsókn í skólann til að stilla hjálma og fræða nemendur á yngsta og miðstigi um öryggismál.

Með von um góða þátttöku,

Skólastjórnendur.

umferd2.jpg

umferd1.jpg