Skólinn
Fréttir
Grænfánadagur í apríl 2010

Dagur umhverfisins

28.4.2010 Fréttir

Í dag (27. apríl) héldum við í Grunnskóla Seltjarnarness upp á dag umhverfisins.

 

Byrjað var á því að fara í íþróttahúsið þar sem nemendur í umhverfisnefnd skólans tóku á móti gestum og sáu um kynningu á dagskránni.

Veitt voru verðlaun fyrir átakið Göngum í skólann en að þessu sinni voru það 6.-A og 8.-ÁV sem sigruðu og fengu að launum gullskóinn. Yngri kór skólakórs Grunnskóla Seltjarnarness söng nokkur lög, hljómsveitin Barbabelle söng lagið Playground love og að lokum afhenti Orri Páll Jóhannsson verkefnisstjóri hjá Landvernd skólanum Grænfánann.

 Eftir það var lagt af stað með fánan að Mýrarhúsakóla og Valhúsaskóla þar sem flaggað var með viðhöfn. Allir fengu veitingar í Bakkabarði, súkkulaðiköku og djús, en síðan var lagt af stað í gönguferð að Bakkatjörn.

 

Hér eru 71 mynd frá hátíðahöldunum