Uppákomur í skólanum
Fimmtudaginn 29. apríl sungu Magni Ásgeirsson, Eva Björk og Lilja Björk lagið True colors í tilefni af útgáfu þess á geisladiski.
Þremenningarnir selja diskinn fyrir 500 kr. eða meira til styrktar Barnaspítala Hringsins. Diskinn er m.a. hægt að kaupa í Hugföngum, skrifstofum skólans og í íþróttahúsi.
Í dag, föstudaginn 30. apríl, sýndu nemendur okkar sem fóru í ævintýraferð til Lettlands okkur myndir og myndband úr ferðinni. Árni Beinteinn sýndi einnig mynd sem hann bjó til og sýndi í Lettlandi. Myndin var kynningarmyndband um Ísland og er mjög vel heppnuð. Auk Árna Beinteins fóru Halla Margrét, Egill Árni og Arnar Steinn með í ferðina.
Hér eru myndir frá kynningum á laginu True Colors sem fóru fram bæði í Mýró og Való: