Í tilefni árs líffræðilegs fjölbreytileika
Í tilefni árs líffræðilegs fjölbreytileika ákváðu Umhverfisráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands og Yrkjusjóður – sjóður æskunnar til ræktunar landsins, að efna til viðburða undir merkinu Græna bylgjan, sem er alþjóðlegt verkefni í tengslum við dag líffræðilegs fjölbreytileika 22. maí.
Var fulltrúum frá öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu boðið að koma saman í sínu sveitarfélagi og setja niður trjáplöntur föstudaginn 21. maí, í tilefni dagsins. Gróðursett var á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu – við Varmárskóla í Mosfellsbæ, við Gufunesbæ í Reykjavík, við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, við skógarreit við Tungu í Kópavogi, á Smalaholti í Garðabæ, á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og við Álftanesskóla á Álftanesi.
Þau Daði Már Patrekur Jóhannsson og Ingunn Rós Haraldsdóttir í 3. bekk og Fjóla Guðrún Viðarsdóttir og Björn Freyr Nielsen í 1. bekk settu niður birkiplöntur fyrir hönd skólans.