Skólahald í Valhúsaskóla næstu daga
Þar sem misskilnings hefur gætt hjá einhverjum nemendum varðandi skólahald næstu daga viljum við upplýsa um eftirfarandi:
26.- 31. maí - Uppbrot á hefðbundnu skólastarfi. Skóladagurinn verður frá kl. 8:10-13:10
(sumir nem. enda daginn á matartíma).
1.-3. júní - Skólahald frá 8:10-13:30.
7.-9. bekkur - vordagar með áherslu á útiveru og hreyfingu
10. bekkur - skólaferðalag
Nánari upplýsingar um skipulag þessara daga mun berast fyrir næstu helgi.
4. júní - Skólaslit fyrir 7.-9. bekk kl. 15:00 í Valhúsaskóla.
Skólaslit fyrir 10. bekk kl. 17:00 í Seltjarnarneskirkju.
Kveðja, skólastjórnendur