Fréttir

1. bekkur - sveitaferð á Grjóteyri
Undanfarna daga hafa nemendur verið að fræðast um húsdýrin í náttúrufræði. Lokaverkefnið var vettvangsferð á sveitabæinn Grjóteyri.
Frábær ferð í blíðskaparveðri. Á heimleiðinni var staldrað við í skóginum í hlíðum Úlfarsfells þar sem allir nutu sín vel við skógarmannaleiki. Börnin voru foreldrum sínum, skóla, landi og þjóð til sóma.