Fréttir
7. bekkur skoðar fjallahringinn
Nemendur 7.bekkjar unnu verkefni um fjallahringinn sem blasir við okkur frá Valhúsahæðinni.
Hver hópur dró ákveðið fjall og sömdu þau ljóð um fjallið, fundu upplýsingar um það, fóru upp að hringsjánni á Valhúsahæðinni og skoðuðu fjallahringinn í kíki og fundu sitt fjall og svo máluðu þau fjallahringinn. Einnig unnu þau tímalínu um eldgos á Íslandi.