Skólinn
Fréttir
Parísarferð maí 2010

Parísarferð

7.6.2010 Fréttir

Námsferð frönskunema til Parísar 23.-30. apríl 2010 var ævintýraleg.  Vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli lengdist ferðin úr fjórum dögum í átta. 

 

Metnaðarfull fjögurra daga dagskrá gerði m.a. ráð fyrir heimsóknum í Notre-Dame, Musée du Louvre, La Tour Eiffel, L‘Arc de Triomphe og siglingu á Signunni.  Með viðbótardögum gafst hins vegar tækifæri til að kynnast heimsborginni töluvert nánar og þjálfa frönskukunnáttuna ennþá betur.   Einmuna blíða var alla daga og farsæl lausn fannst á húsnæðismálum á besta stað í Marais-hverfi. Óhætt er að fullyrða að það var hress og kátur hópur sem kom til baka.   

Hér eru myndir