Skólinn
Fréttir

Símenntun með nýju sniði

19.8.2010 Fréttir

Endurmenntun kennara er veigamikill liður í skólastarfi og jákvæð reynsla af endurmenntunarnámskeiðum mikilvæg. Með það í huga lögðu stjórnendur í Grunnskóla Seltjarnarness af stað með nýtt snið af námskeiðum þar sem áhersla var lögð á þátt kennaranna sjálfra í að skipuleggja sína eigin endurmenntun.

 Skólaárið 2009–2010 var endurmenntun kennara í Grunnskóla Seltjarnarness með nýju sniði sem kallað var ,,klæðskerasaumuð símenntun". Markmiðið var að hver kennari gæti sjálfur skipulagt endurmenntun sína á þann hátt sem hann taldi gagnast sér best. Umsjón með verkefninu höfðu Ingvar Sigurgeirsson, prófessor á Menntavísindasviði, og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, kennslufræðingur og doktorsnemi við Menntavísindasvið.