Skólinn
Fréttir
Hjólaferð í Nauthólsvík 6. bekkur í maí 2010

Göngum í skólann - 2010

6.9.2010 Fréttir

 

Göngum í skólann“- verkefnið 2010 hefst miðvikudaginn 8. september. Verkefnið er alþjóðlegt og milljónir barna víðs vegar um heiminn taka þátt í því með einum eða öðrum hætti. Þetta er fjórða árið sem Ísland tekur þátt í þessu verkefni og tóku 35 skólar hér á landi þátt á síðasta ári.

Göngum í skólann   Gönguleiðir - kort

 

 Markmið verkefnisins eru meðal annars:

  • Hvatning til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
  • Að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.
  • Vitundarvakning um hversu „gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf.
  • Vitundarvakning um ferðamáta og umhverfismál.

Dagana 8. – 22. september munum við leggja áherslu á að nemendur gangi eða hjóli í skólann. Við vonumst til að foreldrar leiðbeini um öruggustu leiðina og fylgi yngstu nemendunum. Í lokin verða veitt verðlaun Gullskórinn, en hann hlýtur sú bekkjardeild sem nær bestum árangri  Allir bekkir fá viðurkenningarskjal fyrir góða þátttöku.

22. september er bíllausi dagurinn. Þann dag hvetjum alla nemendur og starfsfólk sem mögulega geta, að koma gangandi eða hjólandi í skólann.

Með góðri kveðju

Skólastjórnendur