Fréttir
Evrópsk samgönguvika
Í dag hófst evrópsk samgönguvika með því að félagskonur í Slysavarnarfélaginu Vörðunni fylgdust með umferðinni við Mýrarhúsaskóla og gáfu vegfarendum góð ráð
Meðal annars um það hvernig er best að hleypa börnum út úr bíl eða um hjálmanotkun. Einnig gáfu þær öllum börnum skólans endurskinsmerki og ræddu við nemendur um hjálma og annan öryggisbúnað eins og gert er á hverju hausti.
Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.
Við minnum svo á bíllausa daginn nk. miðvikudag, þann 22. september. Þá reyna allir að ganga eða hjóla.