
Comeniusarverkefni, One smile makes all languages sound the same
Í vikunni voru hér kennarar frá Búlgaríu, Lettlandi og Tyrklandi í heimsókn. Þeir eru hér vegna samstarfsverkefnis okkar í Comenius, One smile makes all languages sound the same, en þetta er verkefni í lífsleikni þar sem meginmarkmiðið er að skapa samstöðu og samlyndi meðal nemenda, kennara og skólasamfélags viðkomandi landa á jafnréttisgrundvelli án hvers kyns fordóma.
Farið var í skoðunarferð um Nesið, kíkt inn í sérgreinastofur og kennslustofur, Metta og Örn heimsótt í íþróttahús og sundlaug. Þá var farið í tónlistarskólann þar sem Gylfi var svo elskulegur að taka á móti okkur. Farið í skoðunarferð um Reykjavík , í Bláa lónið og Gullna hringinn. Heimsóknin var í alla staði vel heppnuð og gestirnir mjög ánægðir með hana.