Fréttir

Gullskórinn í Való
Dagana 8. - 22. september voru nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness hvattir sérstaklega til þess að ganga eða hjóla í skólann.
Þátttaka nemenda var misjöfn eftir bekkjum en sá bekkur sem stóð sig best í Valhúsaskóla var 7.RMÓ með 97% þátttöku. Aðrir bekkir stóðu sig nokkuð vel en í 7.HDB var þátttakan 86,6% og í 9.KLV var hún 84,5%.
Föstudaginn 1. október var nemendum í 7.RMÓ veitt viðurkenning fyrir frábæra frammistöðu.
