Skólinn
Fréttir
Fínufatadagur 13.október 2010

20 ára afmæli Selsins

28.10.2010 Fréttir

 Laugardaginn 30. október ætlum við að halda upp á 20 ára starfsafmæli félagsmiðstöðvarinnar Selsins.
Að því tilefni bjóðum við bæjarbúum og öllum velunnurum að gleðjast með okkur í Selinu milli klukkan 14:00 – 17:00. Á boðstólum verður kaffi, kökur og skemmtiatriði frá ýmsum tímum.
Þeir sem fram koma eru:

Himmi og Jökull
Telma Hafþórs og Tinna
Himinngeimur: Lalli, Lúlli, Beggi
Flow, flow : Arnar Þór, Nilli, Gissur og félagar
Raggi , Kjartan og Gunni
Samfés, Don´t worry be happy: Sæmi
Thelma Wilson
Lilja Björk og Eva Björk.
Sönghópur úr Való
Árni Beinteinn, Egill Ploder og Bjarki taka Go Való 
Hljómsveitirnar Útidúr, Boba, Ultra Mega bandið Stefán, Neighbours, Dýrí og co og fleiri bönd koma einnig fram.
Vonandi sjáum við ykkur sem flest.

 

Með kveðju

Margrét Sigurðardóttir
Æskulýðsfulltrúi Seltjarnarness og 
forstöðumaður Selsins