Skólinn
Fréttir
Leikrit frá Færeyjum í nóv. 2010

Færeyskir listamenn heimsækja skólann

3.11.2010 Fréttir

Listaleypurin er færeysk menningardagskrá sem er nú orðin samvinnuverkefni milli Norrænu húsanna í Færeyjum og á Íslandi, auk norrænu stofnunarinnar í Nuuk á Grænlandi.

Listamenn frá Færeyjum og Grænlandi koma til Íslands, heimsækja skóla og kynna  þeim menningu frá sínum heimaslóðum. Í dag fengu börnin í 2. bekk færeysku tónlistamennina Dánjal á Neystabö og  Búa Dam, sem fluttu söngleikinn Ævintýraferðin

Börnin voru ekki í neinum vandræðum með að skilja látbragðið og sönginn. Þau tóku þátt í leiknum af mikilli ánægju. Þetta var hin besta skemmtun og við þökkum þessum færeysku listamönnum fyrir komuna

Leikrit frá Færeyjum í nóv. 2010

Leikrit frá Færeyjum í nóv. 2010

Leikrit frá Færeyjum í nóv. 2010