Forvarnardagurinn
Fimmtudaginn 3. nóvember var sérstök dagskrá á bóksafni Valhúsaskóla, fyrir 9. bekk, í tilefni Forvarnardagsins sem haldinn var um allt land.
Allur 9. bekkur safnaðist saman á bókasafni skólans kl. 8:10. Margrét Sigurðardóttir, tómstundafulltrúi Seltjarnarness, spjallaði við krakkana um lífið og tilveruna og mikilvægi þess að temja sér heilbrigðan lífstíl. Þá unnu krakkarnir verkefni í tengslum við forvarnir og horfðu á mynd Forvarnardagsins. Dagskránni lauk svo með því að bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, talaði til krakkanna. Þess ber að geta að hópurinn var til fyrirmyndar og vann vel.