Skólinn
Fréttir
Forvarnardagur í Való í nóv. 2010

Forvarnardagurinn

4.11.2010 Fréttir

Fimmtudaginn 3. nóvember var sérstök dagskrá á bóksafni Valhúsaskóla, fyrir 9. bekk, í tilefni  Forvarnardagsins  sem haldinn var um allt land. 

Allur 9. bekkur safnaðist saman á bókasafni skólans kl. 8:10.  Margrét Sigurðardóttir, tómstundafulltrúi Seltjarnarness, spjallaði við krakkana  um lífið og tilveruna og mikilvægi þess að temja sér heilbrigðan lífstíl.  Þá unnu krakkarnir verkefni í tengslum við forvarnir og horfðu á mynd Forvarnardagsins.  Dagskránni lauk svo með því að bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, talaði til krakkanna.  Þess ber að geta að hópurinn var til fyrirmyndar og vann vel.


 

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru af þessu tilefni