Skólinn
Fréttir
Bangsadagur í Mýró í nóv. 2010

Skemmtilegur bangsadagur

8.11.2010 Fréttir

Bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur í Mýrarhúsaskóla sl. föstudag. Nemendur mættu með uppáhaldsbangsann sinn í skólann og til þess að gera daginn enn notalegri mættu nemendur sem og flestir kennarar í náttfötunum sínum.

 Yngri nemendur fóru í sögustund á bókasafnið og fengu í leiðinni að koma með tillögu að nafni á nýja bókasafnsbangsann. Eldri nemendur höfðu það notalegt í stofunum sínum.

Hér eru myndir frá  bangsadeginum í 6. bekk

 

Hér eru myndir frá bangsadeginum í öðrum bekkjum