Skólinn
Fréttir
Heimilisfræði 8. bekkur

Krakkarnir í Való eru dugleg að elda fisk og borðann

9.11.2010 Fréttir

Hér er uppskrift af mjög góðum fiskrétti sem er vinsæll meðal nemenda í Való.
Myndirnar eru af stelpum í 8. bekk að gæða sér á fiskinum sem þær elduðu.Heimilisfræði 8. bekkur

Pönnufiskur:
1/2 blaðlaukur, 1 laukur, 11/2 msk matarolía, 200gr sveppir, 1 dl vatn, 1 dl mjólk eða matreiðslurjómi, 100gr rjómaostur, 11/2 tsk nautakjötskraftur, 1 tsk salt, 1 tsk karrí, 1/2 tsk. pipar, 1/2 tsk paprikuduft, 800gr ýsuflök.

 

Hreinsið blaðlaukinn g skerið hann í þunnar sneiðar.  Saxið laukinn.  Mýkið hvort tveggja á pönnu í olíu. Hreinsið sveppina og skerið þá í sneiðar, bætið þeim á pönnuna og látið þær krauma aðeins með lauknum.  Hellið vatninu og mjólkinni/rjómanum á pönnuna og leysið rjómaostinn upp í vökvanum.  Bætið nautakjötskraftinum út í og hrærið öllu vel saman.  Blandið saltinu, karríinu, piparnum og paprikuduftinu saman í skál.  Hreinsið fiskinn, skerið hann í sneiðar, setið fiskstykkin á pönnuna ofan í sósuna og dreifið kryddblöndunni yfir.  Setjið lok á pönnuna og látið suðuna koma upp, slökkvið þá undir og leyfið pönnunni að standa á heitri hellunni stutta stund.
Berið fram á pönnunni ásamt soðnum hrísgrjónum, grænmetissalati og snittubrauði Heimilisfræði 8. bekkurHeimilisfræði 8. bekkur
Einn skammtur 230 kkal.; 29 g prótein; 4 g mettuð fita; 6 g ómettuð fita; 4 g kolvetni, þar af 0 g sykur; 2 g trefjar
Heimild: Sókrates Comeníus. 
Heimilisfræði 8. bekkurHeimilisfræði 8. bekkur
Heimilisfræði 8. bekkurHeimilisfræði 8. bekkur
Heimilisfræði 8. bekkur
Heimilisfræði 8. bekkur