Fréttir
4. bekkur að Bygggarðsvör
Í vikunni fór 4. bekkur í vettvangsferð að Bygggarðsvör, fyrir neðan Ráðagerði, að skoða fornar minjar. Þar má greina gamlar verbúðir, vel sést móta fyrir vörinni þar sem bátarnir voru teknir upp, veggir sem hlaðnir voru þegar verið var að þurrka fisk sjást líka vel sem og hlaðnir sjóvarnargarðar.
Í fyrri ferðinni hittum við mann sem var að störfum í hákarlaskúrnum. Hann sýndi okkur handtökin við það að verka hákarl, sem hann hengdi svo upp í skúrnum.