Skólinn
Fréttir

Úlpuþjófnaður í Való

29.11.2010 Fréttir

Síðastliðinn föstudag  kom úlpuþjófurinn aftur í skólann til okkar og nú var önnur stúlka með henni.

Nemandi sá til þeirra og brást rétt við með því að láta Helgu Kristínu vita.  Þjófarnir stukku út úr skólanum og í áttina að íþróttahúsinu þegar Helga kom á vettvang.

 Fjórir nemendur í 10. bekk tóku á rás á eftir stúlkunum sem voru með eina úlpu.  Annarri þeirra héldu þeir þangað til lögreglan kom á vettvang en náðu úlpunni af hinni.  

Við mælum ekki með því að nemendur hlaupi á eftir þjófum en samt sem áður stóðu þau sig mjög vel og eiga hrós skilið.  Krakkarnir eru vel vakandi og fylgjast með óboðnum gestum og hvert með öðru.  

Í skólanum höfum við óskað eftir því að fá að loka aðalinngangi skólans kl. 8:30 og skoða aðrar tímasetningar.  Við sendum ykkur upplýsingar um skipulagið þegar það er tilbúið.  

Endilega verið í samband ef spurningar vakna!
Kv.
Guðlaug og Helga Kristín