Skólinn
Fréttir
Laufabraud

Laufabrauðsbakstur

29.11.2010 Fréttir

 

Hinn árlegi laufabrauðsdagur verður haldinn í Mýrarhúsaskóla laugardaginn 4. desember frá kl. 9:30 – 14:00.

 

Við viljum benda fólki á að koma sem fyrst til að nýta tíman sem best.  Einnig að fólk skeri út og steiki ekki meira en 10 kökur í einu, þar sem löng biðröð myndaðist við steikingu síðast. Við munum hætta að steikja kl. 14.

 Þó að staðsetningin sé í Mýró stendur auðvitað nemendum Való til boða að koma enda einn grunnskóli á Nesinu.

 Vonandi sjá sem flestir sér fært á að koma enda einstaklega gaman að koma og eiga skemmtilega stund saman.

 Kökurnar verða seldar á staðnum.  Það þarf að koma með seðla til að greiða fyrir kökurnar.  Verð kr. 1000 fyrir 10 stk.  Kökurnar eru ófrosnar frá Björnsbakaríi.

 Muna að koma með:  skurðarbretti, góðan hníf til að fletta með, box undir steiktar kökur og síðast en ekki síst góða skapið.

Kveðja Foreldrafélagið

Laufabraud