Fréttir
Skreytingadagur í Mýró
Í morgun var nemendum skipt í hópa þvert á árganga og fóru þeir á milli stöðva. Í boði voru ýmsar stöðvar, svo sem jólatónlist, jólakort, snjókorn og íþróttir. Í hverjum hópi voru hópstjórar sem pössuðu upp á sitt fólk og sáu þeir um að allt gengi vel fyrir sig. Öllum var boðið upp á heitt kakó og piparkökur.