Skólinn
Fréttir
Piparkökur í Való des 2010

Þegar piparkökur bakast - í Való

8.12.2010 Fréttir

Hér er piparkökuuppskrift frá Steinunni heimilisfræðikennara í Való sem nemendur hennar hafa bakað að undanförnu.

PIPARKÖKUR

4 dl hveiti, 11/2 dl sykur, 1 tsk engifer, 2 tsk kanill, 1 tsk negull, 1/8 tsk pipar, 1 tsk sódaduft,  blandaðu þessu öllu saman í skál. Myldu 90 gr af smjörlíki saman við þurrefnin.  Búðu til holu í deigið. Helltu 1/2 dl mjólk, 1/2 dl síróp þar í og hrærðu saman.  Helltu deiginu á borð og hnoðaðu. 
 
Flettu deigið út með kökukefli eða mótaðu kúlur úr deiginu. Láttu á plötuna með bökunnarpappír í miðjan ofninn og
bakaðu kökurnar í 10 mín. við 200°C
Jólabakstur
Piparkökur í Való des 2010
Piparkökur í Való des 2010
Piparkökur í Való des 2010