Skólinn
Fréttir
leiks3

Gaman að skoða Mýró

12.1.2011 Fréttir

Í gær kom hluti elstu nemenda leikskólans í heimsókn í Mýrarhúsaskóla. Þetta var stór hópur, 24 börn og eftir viku kemur hinn hluti árgangsins í heimsókn.

Börnin skoðuðu Skólaskjólið og Rut forstöðumaður sagði þeim frá starfseminni. Svo fengu allir að leika sér með dótið. Í næsta mánuði koma þau aftur og skoða skólann og hitta skólastjórann og fleira starfsfólk skólans. Hér eru nokkrar myndir frá heimsókninni.

leiks1

leiks2