Skólinn
Fréttir

Breyting á skóladagatali

31.1.2011 Fréttir

Með samþykki skólanefndar hefur skólaslitum verið flýtt um einn dag ( verða á föstudegi í stað mánudags).  Ástæða breytingarinnar er að starfsfólk skólans er að fara í námsferð þar sem lögð verður áhersla á uppbyggingarstefnuna í framkvæmd.   
Skólanum verður því slitið föstudaginn 27. maí.  Vorhátíðin í Mýró verður um morguninn og síðan slitin um hádegisbilið.  Slitin hjá 10. bekk verða kl. 17 eða 18 þennan dag en fyrr hjá 7. - 9. bekk. 

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við undirritaða.   

Með vinsemd, 
Guðlaug Sturlaugsdóttir 
skólastjóri