Skólinn
Fréttir
IMG_1337

Börn hjálpa börnum

18.2.2011 Fréttir

Söfnunin Börn hjálpa börnum
Nú stendur yfir söfnunin Börn hjálpa börnum sem ABC barnahjálp stendur fyrir. Söfnunarféð í ár verður notað til þess að kaupa húsgögn í skóla sem samtökin reka í Pakistan, en þar hafa nemendur setið á gólfinu.

En einnig til að byggja heimili og skóla fyrir götubörn í Nairobí. 5. bekkingar taka þátt í þessari söfnun fyrir hönd skólans. Þeir ganga í hús á Seltjarnarnesi með söfnunarbauka, kynna verkefnið og óska eftir framlagi.  Krakkarnir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Söfnunin stendur til 12. mars.

abc1