Skólinn
Fréttir

Fjölgreindarleikar

23.2.2011 Fréttir

Dagana 24. og 25. febrúar verða þemadagar hjá 1.-6. bekk hér í skólanum. Hefðbundið skólastarf verður brotið upp og nemendum skipt upp í hópa þvert á árganga.

 

Í skólanum og íþróttahúsi verða 30 stöðvar sem allir koma á og vinna verkefni. Dæmi um verkefni sem nemendur vinna að saman eru t.d. að:

                -Grænfánaverkefni

                -stærðfræðiþrautir

                -hitta í mark

                -ýmsar íþróttaþrautir

                -þekkja umferðarmerkin

                -dans

                -þekkja bragð

                -semja ljóð og sögur

                -þekkja fugla og plöntur o.m.fl.

Nemendur þurfa eingöngu að koma með nesti þessa daga (mat þeir sem ekki eru í áskrift). Muna að mæta stundvíslega í skólann þessa daga, sem og aðra!

Er það von okkar að þetta takist vel og allir finni eitthvað við sitt hæfi þessa daga.