Skólinn
Fréttir
IMG_0724

Öskupokasaumur

24.2.2011 Fréttir

 

Eins og flestum er kunnugt hefur verkefnið barnaföt fyrir barnaheimili í Tógó, sem krakkarnir í  7. og 8. bekk í Való hafa verið að vinna í saumum  í samstarfi við Sóley og félaga, gengið frábærlega vel og nú höfum við hafið frekara samstarf. 

 

  Sóley og félagar hafa ráðist í átak til að hleypa nýju lífi í  þann sið að hengja skrautlega öskupoka aftan á fólk á  öskudaginn. Öskupokar verða saumaðir víða um land af fólki á öllum aldri og boðnir til sölu á vel völdum stöðum. Allir gefa vinnu sína og andvirði pokanna rennur í byggingasjóð fyrir munaðarleysingjaheimili Sóleyjar og félaga í borginni Aného í Tógó í Afríku.

IMG_0745

Krakkarnir í í 7. og 8. bekk í Való  hafa undanfarnar 2 vikur tekið þátt í þessu átaki  og saumað á milli  300-400  öskupoka, merkta Sóley og félögum.  Einnig hafa nemendur í  lotu í saumum í 5. og 6. bekk í Mýró tekið þátt í verkefninu.  Nokkrir nemendur í 7. og 8. bekk  hafa skipað nefnd og ætla sjálfir og sjá um sölu öskupokana á Nesinu, helgina 5. og 6. mars.

Hér eru myndir