Skólaþing 2011
Skólaþing verður haldið á Seltjarnarnesi 2. mars 2011. Skólaþingið er vettvangur fyrir bæjarbúa til að taka virkan þátt í endurmótun stefnu bæjarins fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á Seltjarnarnesi.
Til þingsins er stefnt öllum hagsmunaaðilum í skólasamfélaginu; nemendum, foreldrum, starfsfólki skólanna og öðrum Seltirningum sem eru áhugasamir um skólamál. Markmiðið með þinginu er að gefa bæjarbúum tækifæri til að tjá hug sinn og hafa áhrif á skólamál.
Dagskrá
17:15 Stjórnandi setur þingið
17:20 Erindi í upphafi þings
· Raddir ungmenna
· Raddir nemenda
17:40 Vinnuhópar: Gildi í skólastarfi
18:50 Matarhlé -boðið verður upp á léttar veitingar
19:30 Vinnuhópar: Markmið og leiðir í skólastarfi
20:30 Samantekt
21:00 Þingslit
Í tengslum við endurmótun skólastefnunnar hefur verið opnaður hugmyndakassi á heimasíðu bæjarins, þar sem áhugasömum er boðið upp á að hafa áhrif á málefni skóla bæjarins.
http://www.seltjarnarnes.is/svid-og-deildir/fraedslusvid/skolathing/
Að Skólaþinginu loknu mun vinnuhópur vinna úr þeim hugmyndum og ábendingum sem skila sér í hugmyndakassann og gögnum frá Skólaþinginu til endurmótunar heildstæðrar skólastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ.