Lestrarsprettur í Mýró
Á degi barnabókarinnar, þann 31. mars hófst lestrarsprettur í Mýrarhúsaskóla og stendur hann fram að páskafríi. Nemendur keppast við að lesa sem mest á hverjum degi, bæði í skólanum og heima.
Fyrir hverja bók sem lesin er fá krakkarnir mynd sem notuð er á mismunandi hátt til að sýna myndrænt þann fjölda bóka sem bekkurinn les. Einnig fær hver nemandi eina baun þegar hann skilar bók og er hún sett í krukku á bókasafninu. Markmiðið er að fylla krukkuna. Þegar lestrarsprettinum lýkur giska nemendur á fjölda baunanna í krukkunni og sá vinnur sem næst kemst.