Skólinn
Fréttir
t2

Tónlist fyrir alla í 4. - 6. bekk

7.4.2011 Fréttir

Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn sem fluttu okkur dagskránna Raddir þjóðar.

Þetta voru þeir Sigurður Flosason, saxófónleikari og  Pétur Grétarsson, tölvuhljómborðsleikari

Í þessari dagskrá, sem nefnist “Raddir þjóðar” má segja að tónlistararfur íslensku þjóðarinnar sé tekinn til skoðunar á nýstárlegan hátt.  

t3

Börnin heyrðu  gamlar söngupptökur sem varðveittar eru á Stofnun Árna Magnússonar og Þjóðminjasafni Íslands, leiknar af geisladiski og tölvu samhliða hljóðfæraleik, söng og töluðu máli tónlistarmannanna. Gömlu og nýju er blandað saman á afar áhugaverðan máta svo úr verður hljóðheimur sem á fáa sinn líka. En húmorinn er ekki langt undan og það vekur jafnan mikla kátinu þegar börnunum er kennd listin að “dúlla” enda er kennarinn hinn eini sanni Gvendur dúllari sjálfur! 
Þetta var mjög skemmtilegt, takk fyrir okkur!!!!

t1