Skólinn
Fréttir
5-5

Þemaverkefni í 5. bekk

8.4.2011 Fréttir

Krakkarnir í 5. bekk hafa undanfarnar vikur verið að kynna sér goðafræði. Í samfélagsfræði hafa nemendur kynnt sér goðin og nokkrar goðsögur. Í íslensku var Gylfaginning úr Snorra-Eddu lesin. Þá lásu nemendur Völuspá (endurorta af Þórarni Eldjárn) og ræddu um efni hvers erindis fyrir sig. 5-1

Nú eru krakkarnir að vinna stórt verkefni um Völuspá. Þeir eru að búa til stóra bók þar sem erindin eru skrifuð, erfið orð skýrð út og svo teikna þau og mála skýringamynd með sínum erindum. Bókin er unnin í hópavinnu en hér má sjá nokkrar myndir frá þeirri vinnu. 

5-2

5-3

5-4