Fréttir

Leikskólaheimsókn í Mýró
Í gærmorgun kom seinni hópur leikskólabarnanna í heimsókn í 1. bekkina. Þau fengu skólabók að læra í, höfðu með sér nesti og enduðu heimsóknina á því að fara í frímínútur með krökkunum. Þar með lýkur heimsóknum leikskólabarnanna í ár og við hlökkum til að sjá þau aftur í haust.